Gjaldtaka hafin við Dynjanda

Frá Dynjanda við Arnarfjörð.
Frá Dynjanda við Arnarfjörð. mbl.is/Agnar

Þjónustugjöld hafa verið innleidd við fossinn Dynjanda við Arnarfjörð. Greitt er fyrir hvern bíl sem lagt er, samkvæmt gjaldskrá Umhverfisstofnunar sumarið 2024.

Lægst þarf ökumaður bifhjóls að greiða, 300 kr., en hæst þarf ökumaður 33-64 sæta rútu að greiða, 7.500 kr. Ökumaður fimm sæta einkabíls þarf að greiða 750 kr. Þjónustugjöldin verða nýtt í rekstur á svæðinu, umsjón salerna og aukna landvörslu. Aðgangur að salernum er innifalinn í þjónustugjaldinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert