Myndband: Eldtilraunir á Eiríksstöðum

Eldhátíð stendur yfir um helgina á Eiríksstöðum í Haukadal í Dalabyggð. Hátíðinni líkur á morgun en hófst í gær. 

Eitt­hvað verður brennt á hverj­um degi hátíðar­inn­ar, í nafni rann­sókna á eld­vörn­um til forna.

Í heildina stóð til að brenna sjö hurðir til þess að líkja eftir því hvernig eld­ur var lagður að vík­inga­skál­um á Íslandi til forna.

Ein af tilraununum sem framkvæmdar hafa verið má sjá í myndbandinu sem fylgir þessari frétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert