Notkunin aukist um þriðjung

Stöðug aukining var á notkun þunglyndislyfja frá 2020-2021.
Stöðug aukining var á notkun þunglyndislyfja frá 2020-2021. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Notkun þunglyndislyfja hjá fullorðnum hefur aukist um þriðjung á síðastliðnum tveimur áratugum. Notkun þunglyndislyfja hérlendis er sú mesta innan OECD, að minnsta kosti frá árinu 2007 þegar tekið var að birta tölulegar upplýsingar um notkun þunglyndislyfja.

Mikill kynjamunur er á notkun þunglyndislyfja, en árið 2023 voru nær tvöfalt fleiri konur sem leystu út þunglyndislyf en karlar.

Stöðug aukning hefur verið á notkun þunglyndislyfja á Íslandi frá 2010 til 2021, en síðan þá hefur afgreitt magn þunglyndislyfja haldist nær óbreytt.

Árið 2021 voru afgreiddir 166 dagskammtar á hverja 1.000 íbúa á dag og árið 2023 voru 168 skammtar afgreiddir á hverja 1.000 íbúa.

Þetta kemur fram í nýjasta Talnabrunni landlæknis um líðan fullorðinna á Íslandi. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert