Opnuðu staðinn daginn fyrir brunann

Oche Reykjavík fer vel af stað þótt staðurinn hafi þurft …
Oche Reykjavík fer vel af stað þótt staðurinn hafi þurft að loka daginn eftir opnun sökum eldsvoða í Kringlunni. Mbl.is ræddi við Davíð Lúther Sigurðarson, einn af eigendum staðarins. mbl.is/Eyþór

Pílustaðurinn Oche Reykjavík opnaði 14. júní í Kringlunni, degi fyrir brunann. „Hér var allt troðfullt af fólki og allir að skemmta sér vel,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, einn af eigendum staðarins, í viðtali við mbl.is.

Daginn eftir þurfti að loka staðnum vegna eldsvoðans, en staðurinn opnaði aftur fjórum dögum síðar eftir hreinsun. Síðan þá hefur verið troðfullt á hverju kvöldi. 

Gæsir og steggir sækja í Oche

Davíð segir að aðsóknin hafi verið mjög góð og að um helgina sé uppselt föstudag og laugardag. 

Á sunnudögum er staðurinn opinn fyrir fjölskyldur, þar sem foreldrar geta komið með börnin sín til að njóta pílu, shuffle eða karókí. „Sunnudagarnir eru svona fjölskyldudagar þar sem við höfum meiri rólegheit,“ útskýrir Davíð.

Davíð er bjartsýnn fyrir sumarið og ánægður með bókunarstöðu staðarins.

Þegar tilkynnt var um opnun staðarins í mars byrjuðu bókanir að streyma inn. Davíð segir að staðurinn hafi hingað til verið vinsæll fyrir afmæli, steggjanir, gæsanir, og fyrir vini eða fyrirtæki til að gera sér glaðan dag.

Oche er staðsettur í Kringlunni þar sem gamla Stjörnutorg var.
Oche er staðsettur í Kringlunni þar sem gamla Stjörnutorg var. mbl.is/Eyþór

„Í síðasta skipti“ vinsælast

Oche Reykjavík er opinn til klukkan ellefu á virkum dögum og sunnudögum, og til klukkan eitt um helgar. Staðurinn er sá fyrsti sem býður upp á karókí með íslenskum lögum, sem hefur verið tekið mjög vel í. „Fólk er mjög ánægt með að geta tekið íslensk lög,“ segir Davíð.

Veistu eitthvað hvaða íslenska lag er búið að vera vinsælast hjá ykkur?

Já, Friðrik Dór, Í síðasta skipti.

Sjokker?

„Já það er alvöru-sjokker,“ segir hann hlæjandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert