Sérsveitin kölluð til aðstoðar á Suðurlandi

Sérsveit ríkislögreglustjóra tekur þátt í aðgerðum Lögreglunnar á Suðurlandi í …
Sérsveit ríkislögreglustjóra tekur þátt í aðgerðum Lögreglunnar á Suðurlandi í Rángarþingi Ytra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út á þriðja tímanum í dag til að aðstoða lögregluna á Suðurlandi í aðgerðum í Rangárþingi Ytra. Vinna stendur enn yfir á vettvangi.

Þetta staðfestir Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is, en Vísir greindi fyrst frá.

Að svo stöddu getur lögreglan ekki gefið neitt upp um ástæðu útkallsins né um hvort einhver hafi verið handtekinn í aðgerðunum.

Þá hefur Þorsteinn ekki upplýsingar um hvort nokkur sé særður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert