Veðrið leikur við Vestmanneyinga á Goslokahátíð

Fjölbreyttir viðburðir hafa verið víðsvegar um eyjuna í veðurblíðunni.
Fjölbreyttir viðburðir hafa verið víðsvegar um eyjuna í veðurblíðunni. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Veðurblíða og mikil stemmning hefur verið á Goslokahátíð í Vestmanneyjum sem nær hápunkti sínum í dag. 

Fyrstu helgina í júlí ár hvert stendur Vestmanneyjabær fyrir Goslokahátíð til minningar um lok eldgossins í Vestmanneyjum 1973.

„Stemmningin er búin að vera frábær í allan dag. Það er búin að vera þvílík sól og blíða og mikið fjör í bænum,“ segir Erna Georgsdóttir sem á sæti í goslokanefnd.

Hundruðir þátttakenda í litahlaupi

Hátíðin var sett á miðvikudaginn en dagskráin nær hápunkti sínum í dag með ýmsum viðburðum víðs vegar um eyjuna og tónleikum sem verða haldnir í kvöld. 

„Það var þvílík stemmning í sundlaugapartýinu með Væb í dag og full sundlaug. Svo vorum við með goslokalitahlaup sem heppnaðist ljómandi vel og allir komu litríkir út úr því,” segir Erna spurð hvernig dagskráin hafi gengið hingað til og bætir við að 700 manns hafi tekið þátt í hlaupinu.

Kvölddagskráin hefst á minningartónleikum um Árna Johnsen klukkan hálf níu og svo munu ýmsir þjóðþekktir listamenn stíga á svið, þar á meðal Birnir, Patrik og Gosarnir og Salka Sól.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert