Vilja hækka frítekjumörk og tekjur

Frá fundi LEB með ráðherra.
Frá fundi LEB með ráðherra. Ljósmynd/LEB

„Við vorum að ræða þau kjaramál sem snúa að okkur með áherslu á tvær lægstu tíundirnar, eins og það heitir á fagmáli, en við höfum verulegar áhyggjur af stöðu þess fólks sem er komið langt undir lágmarkslaun,“ segir Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara (LEB), um fund sem sambandið átti með Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumálaráðherra, í vikunni.

Helgi segir hátt í 15 þúsund eldri borgara vera undir lágtekjumörkum en að betri tölfræði vanti. Helsta áhersla LEB sé að hífa tekjur þessa hóps upp sem og að hækka frítekjumörk eldri borgara.

„Þetta tengist allt þessari baráttu okkar gegn miklum skerðingum á greiðslum til eldra fólks sem við teljum langt út fyrir öll hófleg mörk. Greiðslur til eldra fólks eru skertar um 45% strax og síðan hækka þær skerðingar eftir ýmsum aðstæðum.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert