Andlát: Magnús Magnússon

Magnús Magnússon.
Magnús Magnússon.

Magnús Magnús­son pró­fess­or em­irit­us lést á heim­ili sínu 2. júlí, 97 ára að aldri. Magnús fædd­ist í Reykja­vík árið 1926 og var son­ur Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ur og Magnús­ar Skaftj­elds Hall­dórs­son­ar.

Magnús gegndi lyk­il­hlut­verki sem for­ystumaður og stjórn­andi í þróun verk­fræði og raun­vís­inda við Há­skóla Íslands á ár­un­um 1960-1976, Rann­sókn­ar­ráðs og Vís­indaráðs og vernd­un­ar um­hverf­is á norður­slóðum.

Magnús lauk próf­um í stærðfræði og eðlis­fræði frá Há­skól­an­um í Cambridge á Englandi og stundaði síðan rann­sókn­ar­störf við tölvu­út­reikn­inga á bylgju­föll­um við sama skóla. Árin 1954-55 vann hann að rann­sókn­um á af­stæðis­kenn­ingu Ein­steins við Princet­on-há­skóla í og síðar við NORDITA í Dan­mörku. Hann varð pró­fess­or í eðlis­fræði við verk­fræðideild Há­skóla Íslands 1960 og sat í stjórn­ar­nefnd kjarn­orku­stofn­un­ar OECD frá 1956, ráðunaut­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar í kjarn­fræðamál­um frá 1960 og var full­trúi ut­an­rík­is­ráðneyt­is­ins við Alþjóðakjarn­orku­mála­stofn­un­ina frá 1968.

Magnús var fyrsti for­stöðumaður Reikni­stofn­un­ar Há­skól­ans og Raun­vís­inda­stofn­un­ar Há­skól­ans frá stofn­un henn­ar 1966-1976. Hann var for­seti verk­fræðideild­ar Há­skól­ans um tíma og einnig for­seti verk­fræði- og raun­vís­inda­deild­ar.

Magnús sinnti að auki fjöl­mörg­um trúnaðar­störf­um fyr­ir stjón­völd og Há­skóla Íslands. Hann var ráðunaut­ur í kjarn­orku­mál­um, formaður fram­kvæmda­nefnd­ar Rann­sókn­ar­ráðs rík­is­ins, í stjórn Vís­inda­sjóðs og Vís­indaráðs 1987-1993.

Magnús var full­trúi ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og ráðgjafi við áætl­un um vernd­un um­hverf­is á norður­slóðum og full­trúi Vís­indaráðs í fram­kvæmdaráði ESF, sat í In­ternati­onal Arctic Science Comm­ittee og var for­seti henn­ar um tíma.

Magnús var kvænt­ur Helgu Alice Magnús­son sem lést 2019. Börn þeirra eru Kjart­an Guðmund­ur, stærðfræðing­ur og pró­fess­or sem lést 2006, Magnús Már jökla­fræðing­ur, aðal­rit­ari Alþjóða jökla­rann­sókna­fé­lags­ins, bú­sett­ur í Bretlandi, og Mar­grét Þor­björg sjúkraþjálf­ari.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert