Andlát: Magnús Magnússon

Magnús Magnússon.
Magnús Magnússon.

Magnús Magnússon prófessor emiritus lést á heimili sínu 2. júlí, 97 ára að aldri. Magnús fæddist í Reykjavík árið 1926 og var sonur Steinunnar Kristjánsdóttur og Magnúsar Skaftjelds Halldórssonar.

Magnús gegndi lykilhlutverki sem forystumaður og stjórnandi í þróun verkfræði og raunvísinda við Háskóla Íslands á árunum 1960-1976, Rannsóknarráðs og Vísindaráðs og verndunar umhverfis á norðurslóðum.

Magnús lauk prófum í stærðfræði og eðlisfræði frá Háskólanum í Cambridge á Englandi og stundaði síðan rannsóknarstörf við tölvuútreikninga á bylgjuföllum við sama skóla. Árin 1954-55 vann hann að rannsóknum á afstæðiskenningu Einsteins við Princeton-háskóla í og síðar við NORDITA í Danmörku. Hann varð prófessor í eðlisfræði við verkfræðideild Háskóla Íslands 1960 og sat í stjórnarnefnd kjarnorkustofnunar OECD frá 1956, ráðunautur ríkisstjórnarinnar í kjarnfræðamálum frá 1960 og var fulltrúi utanríkisráðneytisins við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina frá 1968.

Magnús var fyrsti forstöðumaður Reiknistofnunar Háskólans og Raunvísindastofnunar Háskólans frá stofnun hennar 1966-1976. Hann var forseti verkfræðideildar Háskólans um tíma og einnig forseti verkfræði- og raunvísindadeildar.

Magnús sinnti að auki fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir stjónvöld og Háskóla Íslands. Hann var ráðunautur í kjarnorkumálum, formaður framkvæmdanefndar Rannsóknarráðs ríkisins, í stjórn Vísindasjóðs og Vísindaráðs 1987-1993.

Magnús var fulltrúi utanríkisráðuneytisins og ráðgjafi við áætlun um verndun umhverfis á norðurslóðum og fulltrúi Vísindaráðs í framkvæmdaráði ESF, sat í International Arctic Science Committee og var forseti hennar um tíma.

Magnús var kvæntur Helgu Alice Magnússon sem lést 2019. Börn þeirra eru Kjartan Guðmundur, stærðfræðingur og prófessor sem lést 2006, Magnús Már jöklafræðingur, aðalritari Alþjóða jöklarannsóknafélagsins, búsettur í Bretlandi, og Margrét Þorbjörg sjúkraþjálfari.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka