Birta greinar þýddar af gervigreind

Ríkisútvarpið hefur nú hafið útgáfu á greinum þýddum af gervigreind
Ríkisútvarpið hefur nú hafið útgáfu á greinum þýddum af gervigreind mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisútvarpið hefur nú hafið útgáfu á greinum þýddum af gervigreind. Greinarnar eru hluti af samstarfi sem nefnist „evrópskt sjónarhorn“ og er á vegum Eurovision.

20 miðlar frá 17 löndum taka þátt í verkefninu og gera greinar sínar aðgengilegar öðrum þátttakendum. Greinarnar eru svo þýddar af gervigreind fyrir hvert land fyrir sig. Í samtali við Morgunblaðið segir Valgeir Örn Ragnarsson, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins, verkefnið nýjung í miðlun og fréttasamstarfi en Íslandi hafi hafið þátttöku í vor. Starfsmenn RÚV fari þó vitaskuld yfir þýðingu gervigreindarinnar fyrir birtingu.

„Þetta er tækifæri til þess að sjá, eins og við köllum þetta, sjónarhorn frá ýmsum Evrópulöndum og kannski fréttir sem eru ekki þær stærstu hverju sinni. Þetta eru aðrar fréttir en þær en jafnframt áhugaverðar,“ segir Valgeir.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert