Birta greinar þýddar af gervigreind

Ríkisútvarpið hefur nú hafið útgáfu á greinum þýddum af gervigreind
Ríkisútvarpið hefur nú hafið útgáfu á greinum þýddum af gervigreind mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rík­is­út­varpið hef­ur nú hafið út­gáfu á grein­um þýdd­um af gervi­greind. Grein­arn­ar eru hluti af sam­starfi sem nefn­ist „evr­ópskt sjón­ar­horn“ og er á veg­um Eurovisi­on.

20 miðlar frá 17 lönd­um taka þátt í verk­efn­inu og gera grein­ar sín­ar aðgengi­leg­ar öðrum þátt­tak­end­um. Grein­arn­ar eru svo þýdd­ar af gervi­greind fyr­ir hvert land fyr­ir sig. Í sam­tali við Morg­un­blaðið seg­ir Val­geir Örn Ragn­ars­son, vara­f­rétta­stjóri Rík­is­út­varps­ins, verk­efnið nýj­ung í miðlun og frétta­sam­starfi en Íslandi hafi hafið þátt­töku í vor. Starfs­menn RÚV fari þó vita­skuld yfir þýðingu gervi­greind­ar­inn­ar fyr­ir birt­ingu.

„Þetta er tæki­færi til þess að sjá, eins og við köll­um þetta, sjón­ar­horn frá ýms­um Evr­ópu­lönd­um og kannski frétt­ir sem eru ekki þær stærstu hverju sinni. Þetta eru aðrar frétt­ir en þær en jafn­framt áhuga­verðar,“ seg­ir Val­geir.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert