Hiti náði 18,5 gráðum

Fnjóskadalur.
Fnjóskadalur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Mest náði hiti á landinu í dag 18,5 gráðum og var það á Reykjum í Fnjóskadal á Norðausturlandi samkvæmt tölum frá Veðurstofu Íslands.

Fór þá hiti einnig yfir 18 gráðurnar á Mývatni og á Miðsitju í Skagafirði.

Í Reykjavík var alskýjað í dag og náði hiti mest 11 gráðum en var þó stillt í veðri og blés vindur úr vestanátt 3 metra á sekúndu.

Þá náði hiti mest 14 gráðum á Akureyri í dag og blés þar norðanátt 5 metra á sekúndu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert