Hitinn gæti náð 20 stigum

Hitinn gæti náð 20 stigum á Egilsstöðum í dag.
Hitinn gæti náð 20 stigum á Egilsstöðum í dag. mbl.is/Sigurður Bogi

Í dag verður vestan og suðvestan 3-10 m/s og skýjað með köflum og sum staðar dálítil súld, en að mestu bjart á austanverðu landinu.

Það bætir í vind og vætu norðvestan til í nótt og suðvestan 5-13 m/s þar á morgun. Hitinn í dag verður 10-20 stig og verður hlýjast inn til landsins norðaustan til.

Á morgun og á miðvikudag verður suðvestan 5-13 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Skýjað og súld með köflum sunnan- og vestanlands, en yfirleitt léttskýjað. Hitinn verður 9-20 stig og verður hlýjast norðaustan til.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að í dag snúist til vestan og suðvestan 3-10 m/s. Það verður skýjað vestanlands en með bjart með köflum eystra. Það hlýnar norðaustanlands en það verður heldur svalara um vestanvert landið.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert