Guðrún S. Arnalds
Landris á Reykjanesskaga heldur áfram á sama róli og það gerði fyrir helgi. Bendir það til þess að eldgos geti hafist á næstu vikum.
Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við mbl.is.
„Það hefur haldið áfram síðan fyrir helgi og verið stöðugt landsris undir Svartsengi áfram. Það bendir til þess að það sé áframhaldandi kvikuinnstreymi inn í kvikuhólfið undir Svartsengi,“ segir Einar.
Veðurstofan birti hættumatskort þann 2. júlí, sem gildir til 9. júlí og sýnir mat á hættu sem er til staðar og hættu sem gæti skapast með litlum fyrirvara.
Matið gildir fram til morgundagsins, en verður endurskoðað á vísindaráðsfundi á morgun. Í kjölfarið verður gefið út nýtt hættumat.