Rannsaka hvort skotum hafi verið hleypt af

Nokkur skotvopn voru handlögð.
Nokkur skotvopn voru handlögð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vopnamálið sem kom upp í Rangárþingi ytra um helgina er til rannsóknar hjá lögreglu. Meðal þess sem er til rannsóknar er hvort skotum hafi verið hleypt af.  

Þetta segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

Lögreglan á Suðurlandi og sérsveit ríkislögreglustjóra voru kölluð til vegna ágreinings milli landeiganda í Rangárþingi á laugardag.

Um er að ræða ágreining um landareign milli ábúenda á Hala og Þykkvabæ.

Tveir voru handteknir í aðgerðum lögreglu og sérsveitar, en að skýrslutökum loknum voru þeir látnir lausir. Þá voru nokkur skotvopn haldlögð.

Sagði engum skotum hafa verið hleypt af

Finn­bogi Jó­hann Jóns­son, ábú­andi á Hala og einn mann­anna sem var hand­tek­inn í aðgerðum lög­reglu, sagði í samtali við mbl.is í gær að engum skot­um hefði verið hleypt af. 

„Það var hagla­byssa í bíln­um og son­ur minn tek­ur hana út og held­ur bara á henni, hann ógnaði ekki ein­um né nein­um,“ sagði Finn­bogi við mbl.is og ít­rek­aði að eng­um skot­um hefðii verið hleypt af. 

Jón Gunnar segir það vera til rannsóknar hjá lögreglu hvort skotum hefði verið hleypt af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert