Þrjú ár fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Hákon

Adam Benito Pedie var í síðustu viku dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot.

Pedie var ákærður fyrir að hafa flutt fíkniefni til landsins í lok síðasta árs og í byrjun þessa árs. Ákæruliðirnir voru fimm talsins, þar af þrír sem vörðuðu innflutning fíkniefna. 

Konur fluttu efnin inn

Tveir ákæruliðirnir snúa að konum sem fluttu fíkniefnin til landsins en fram kemur í dóminum að Pedie hafi komið að skipulagningu, fjármögnun og öflun efnanna.

Um var að ræða tæp 298 grömm af kókaíni með 67% styrkleika og 615 grömm af ketamíni með 85-86% styrkleika sem kona faldi innvortis og í fötum þegar hún kom til landsins en hún hugðist afhenta Pedie fíkniefnin við komuna til landsins.

Í öðrum ákærulið er um að ræða 124 grömm af kókaíni með styrkleika 86-87% og 231 grömm af ketamíni með 87% styrkleika sem önnur kona flutti innvortis til landsins 21. desember í fyrra. Hún hugðist einnig afhenta ákærða fíkniefnin við komuna til landsins.

Í þriðja ákæruliðnum er Pedie gefið að sök af hafa staðið að innflutningi á 862 grömmum af ketamíni til landsins með 95% styrkleika sem ætluðu voru til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Efnin flutti Pedie til landsins falin í póstdreifingu en lögreglumenn stöðvuðu sendinguna í pósthúsi Póstsins í kjölfar þess þess að hinn ákærði vitjaði sendingarinnar með það fyrir augum að fá hana afhenta í pósthúsi við Síðumúla í Reykjavík.

Kókaín.
Kókaín. Ljósmynd/Colourbox

Framvísaði frönsku kennivottorði

Pedie er einnig ákærður fyrir skjalabrot með því að hafa framvísað í blekkingarskyni frönsku kennivottorði en lögreglumenn höfðu afskiptu af hinum ákærða fyrir framan Hamraborg 26 í Kópavogi. 

Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa í vörslum sínum á dvalarstað rúmlega 1 gramm af kókaíni, rúm 4 grömm af amfetamíni og rúm 4 grömm af ketamíni sem lögregla haldlagði við leit.

Önnur konan bar vitni fyrir dómi og þar sagði hún að Pedie hafa fjármagnað og skipulagt ferð hennar hennar með fíkniefnin til landsins.

Önnur kvennanna tveggja bar vitni fyrir dómi og sagði Adam hafa fjármagnað og skipulagt ferð hennar með fíkniefnin til Íslands. Pedie neitaði sök í ákæruliðunum í málunum sem vörðuðu fíkniefnaflutninginn og krafðist sýknu. Hvað hina ákæruliðina vísaði hann til þess að lítil sem engin rannsókn hafi farið fram.

Pedie neitaði að hafa átt nokkurn þátt í innflutningi fíkniefna til landsins. Hann vísaði til þess að vitnisburður konunnar fyrir dómi hafa verið misvísandi.

Í dómsorði kemur fram að Adam Benito Pedie sæti fangelsi í þrjú ár. Til frádráttar komi óslitið gæsluvarðhald yfir honum frá 8. janúar 2024 til og með dómsupptökudegi. Honum er gert að greiða 3,6 milljónir króna lögmannskostnað og rúmar 402 þúsund krónur í sakarkostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert