Ákærður fyrir nauðgun og krafinn miskabóta

Albert Guðmundsson knattspyrnumaður.
Albert Guðmundsson knattspyrnumaður. Ljósmynd/Alex Nicodim

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Genoa á Ítalíu, hefur verið ákærður fyrir nauðgun í málinu sem var þingfest í síðustu viku.

Þá er hann jafnframt krafinn greiðslu miskabóta sem nemur 3 milljónum króna auk vaxta.

Þetta kemur fram í ákæru héraðssaksóknara sem mbl.is hefur undir höndum.

Albert mætti ekki þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku.

Fyrir hans hönd mætti Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert