Bregðast við vaxandi ótta á skemmdarverkum

Atlantshafsbandalagið hefur samþykkt að fjármagna hluta verkefnisins.
Atlantshafsbandalagið hefur samþykkt að fjármagna hluta verkefnisins. AFP

Fulltrúar frá Íslandi, Svíþjóð og Sviss meðal annars, vinna nú að því að þróa leið til þess að koma nettengingu á í gegnum gervihnetti í stað neðansjávarstrengja, verði þeir fyrir skemmdum.

Atlantshafsbandalagið hefur samþykkt að fjármagna verkefnið að hluta. 

Bloomberg greinir frá.

Um er að ræða verkefni sem mun kosta 2,5 milljónir bandaríkjadala eða um 357,4 milljónir íslenskra króna. Atlantshafsbandalagið hefur skuldbundið sig til þess að leggja 400 þúsund evrur til verkefnisins eða um 62 milljónir króna.

Ekki enn kynnt formlega

Samkvæmt upplýsingum sem Bloomberg hefur undir höndum heitir verkefnið „Hybrid Space and Submarine Architecture to Ensure Information Security of Telecommunications“ eða HEIST því til styttingar.

Verkefnið hafi ekki enn verið kynnt formlega en er sagt koma til vegna vaxandi ótta um skemmdarverk á innviðum eins og neðansjávarnetköplum. 

Meðal þeirra sem taki þátt í verkefninu frá Íslandi séu, auk stjórnvalda, netöryggisfyrirtækið Syndis og Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann á Bifröst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert