Ferðamenn forðast Reykjavík

Ferðamenn á gangi í Reykjavík.
Ferðamenn á gangi í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er ekki sama ár og við sáum í fyrra,“ seg­ir Arn­dís Anna Reyn­is­dótt­ir, for­stöðumaður sölu- og markaðssviðs hjá Ice­land Hotel Col­lecti­on by Berjaya, í sam­tali við Morg­un­blaðið, aðspurð hvernig bók­an­ir hafi verið hjá hót­el­inu í sum­ar.

Í vor bár­ust frétt­ir af því að marg­ir ferðamenn hefðu af­bókað eða fært ferðir sín­ar til lands­ins í sum­ar af ótta við yf­ir­vof­andi eld­gos á Reykja­nesskaga.

Ferðamenn haldið aft­ur af sér

Arn­dís seg­ir þau hafa tekið eft­ir því að í nóv­em­ber til janú­ar hafi ferðamenn, sér­stak­lega frá Banda­ríkj­un­um, haldið aft­ur af sér og ekki bókað ferðir inn í sum­arið. En það er sá tími sem flest­ar frétt­ir bár­ust af elds­um­brot­um á Reykja­nesskaga og er jafn­framt stærsti bók­un­ar­tími hót­el­anna fyr­ir sum­arið.

Ice­land Hotel Col­lecti­on by Berjaya rek­ur átta hót­el í Reykja­vík og fimm úti á landi.

Arn­dís seg­ist hafa tekið eft­ir breyt­ingu hjá ferðamönn­um sem koma til lands­ins og seg­ir þá síður stoppa í Reykja­vík. Hún seg­ir það hafa verið al­gengt hjá ferðamönn­um að gista eina nótt í Reykja­vík eft­ir lend­ingu á Íslandi og svo hafi fólk byrjað ferð sína um landið.

Nú sé hins veg­ar orðið al­geng­ara að eft­ir kom­una til lands­ins fari ferðamenn beint út á land og keyri jafn­vel í sex til sjö klukku­stund­ir eft­ir langt flug. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka