Gistinóttum fækkaði um 15%

Ferðamenn í Bláa lóninu fyrir mánuði síðan.
Ferðamenn í Bláa lóninu fyrir mánuði síðan. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skráðar gistinætur í maí voru um 611 þúsund, sem er um 15% minna en í maí í fyrra þegar þær voru 720 þúsund talsins. Fjöldi gistinátta á hótelum var 385.800, sem er 7,1% minna en í maí í fyrra.

Gistinætur erlendra ferðamanna í maí voru um 78% gistinátta, eða um 478 þúsund talsins, sem er 18% fækkun frá fyrra ári þegar þær voru 584 þúsund, að því er Hagstofan greinir frá.

Gistinætur Íslendinga voru um 134 þúsund, sem er 1% minna en í maí í fyrra. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 481 þúsund og um 130 þúsund á öðrum tegundum skráðra gististaða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert