Lögreglan rannsakar bein í miðborginni

Beinin fundust í morgun.
Beinin fundust í morgun. Samsett mynd

Bein fundust á framkvæmdasvæði við Egilsgötu í miðborg Reykjavíkur í morgun.

Þetta staðfestir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Vísir greindi fyrst frá.

Að hans sögn eru beinin komin til tæknideildar lögreglunnar til rannsóknar. Ekki sé vitað hvers konar bein sé um að ræða.

Unnar sagði engar frekari upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert