Gámar voru fjarlægðir af lóð Leikskóla Seltjarnarness í dag. „Við erum að rýma svæðið fyrir nýjum leikskóla,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, í samtali við mbl.is
Þór segir að gámarnir hafi aðeins átt að vera tímabundin lausn þar til hægt yrði að hefja byggingu nýs leikskóla. Bærinn hafi hætt að leigja gámana um áramótin og þeir hafi staðið tómir síðan þá.
„Þarna mun rísa nýr leikskóli, það hefur alltaf legið fyrir og von bráðar verður tekin skóflustunga að nýjum leikskóla,“ segir Þór.