Sérsveitin kölluð út vegna vopnaburðar í Árbænum

Sérsveitin kom lögreglu til aðstoðar í Árbæ. Mynd úr safni.
Sérsveitin kom lögreglu til aðstoðar í Árbæ. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi

Sérsveitarmenn aðstoðuðu lögregluna á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag vegna gruns um að maður í Árbænum væri vopnaður hníf.

Þetta staðfestir Helena Rós Sturlutóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, í samtali við mbl.is en frekari upplýsingar kveðst hún ekki geta veitt.

Fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem mbl.is ræddi við gátu aftur á móti ekki staðfest hvort aðgerðin hefði farið fram.

Bíl sérsveitarinnar sást ekið á miklum hraða niður Bæjarháls um kl. 13.30 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert