Sýknudómi í máli heimilislæknis líklega áfrýjað

Læknirinn var að störfum á heilsugæslu.
Læknirinn var að störfum á heilsugæslu. Ljósmynd/Colourbox

Heim­il­is­lækn­ir sem varð fyr­ir lík­ams­árás á meðan hann var í vinn­unni og laut í lægra haldi í héraði gegn ís­lenska rík­inu mun lík­lega áfrýja sýknu­dómn­um.

Þetta seg­ir Snorri Stef­áns­son, lögmaður heim­il­is­lækn­is­ins, í sam­tali við mbl.is.

Máls­at­vik eru þau að lækn­ir­inn var á vakt á heilsu­gæslu­stöð árið 2021 þegar árás­armaður­inn kom og óskaði eft­ir að hitta hann til að fá morfín­lyf. Maður­inn hafði komið deg­in­um áður í sömu er­inda­gerðum og kvaðst lækn­ir­inn ekki geta ávísað morfín­lyfj­um í bæði skipti.

Kýldi lækn­inn í hægra eyra

Eft­ir að maður­inn fór hélt lækn­ir­inn áfram að taka á móti sjúk­ling­um en þegar hann kallaði á síðasta sjúk­ling­inn hafi maður­inn verið bú­inn að stilla sér upp í ógn­andi stell­ing­um í dyra­gætt að biðstof­unni. Hann hótaði lækn­in­um að fengi hann ekki lyfið kæmi hann heim til hans og „berði hann í klessu“.

Svör lækn­is­ins voru þau sömu og áður, hann fengi ekki ávís­un. Þá óð maður­inn að hon­um fruss­andi með brjóstið fram. Lækn­ir­inn vildi ekki fá munn­vatn manns­ins vegna þess að hann var smitaður af sjúk­dómi sem hann kærði sig ekki um að fá og setti því lóf­ann sinn að mann­in­um til að skýla sig.

Þá spurði maður­inn hvort lækn­ir­inn væri að kýla sig og kýldi lækn­inn þá skyndi­lega í hægra eyrað. Hann hent­ist á vegg og skallaði gólfið og vankaðist við þetta. Þegar hann náði átt­um var maður­inn far­inn.

Skil­yrði um stjórn á gerðum sín­um óupp­fyllt

Lækn­ir­inn gerði kröfu um viður­kenn­ingu skaðabóta­skyldu ís­lenska rík­is­ins á grund­velli kjara­samn­ings rík­is­sjóðs og Lækna­fé­lags ís­lands en ríkið hafnaði því.

Í bréfi rík­is­ins til lækn­is­ins seg­ir að skil­yrði fyr­ir bóta­ábyrgð sé að starfsmaður sé „að sinna“ ein­stak­lingi og að hann hafi tak­markaða eða enga stjórn á gerðum sín­um. Ríkið hafnaði bóta­skyldu á þeim rök­um að lækn­ir­inn hafi ekki verið að sinna mann­in­um þegar at­vikið átti sér stað.

Lækn­ir­inn byggði á því í mál­inu að ákvörðun rík­is­ins hafi verið hald­in ann­mörk­um og af þeim sök­um skyldi hún ógild. Taldi hann að um væri að ræða stjórn­valdsákvörðun sem byggði á rangri túlk­un á kjara­samn­ingn­um. Íslenska ríkið hafnaði því að um stjórn­valdsákvörðun hafi verið að ræða og krafðist sýknu.

Í niður­stöðukafla dóms­ins kem­ur fram að skil­yrði um að lækn­ir­inn hafi verið „að sinna“ sjúk­lingn­um hafi verið upp­fyllt. Aft­ur á móti var ekki talið að maður­inn hafi ekki haft stjórn eða tak­markaða stjórn á gerðum sín­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert