Vill verja meiru til varna Íslands

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Utanríkisráðherra segir þétt samstarf og skuldbindingar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins mikilvægari en nokkru sinni áður. Miklar breytingar hafi orðið á alþjóðakerfinu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og mikilvægt sé fyrir Ísland að meta hvernig bandamaður það vilji vera í alþjóðasamstarfi.

Frekari fjárfestingar í varnamálum séu nauðsynlegar fyrir Ísland, þá sérstaklega með það til hliðsjónar að Keflavíkursvæðið sé að öðlast meira mikilvægi í augum Atlantshafsbandalagsins og Bandaríkjamanna.

Ekki bara af almennilegheitum

„Það er mikilvægt í mínum huga að við séum mjög meðvituð um það að þessi þróun og það sem er að gerast varðar okkar beinu hagsmuni á Íslandi. Við erum ekki þátttakendur í Atlantshafsbandalaginu einvörðungu af almennilegheitum við aðra. Við erum ekki að taka skýra afstöðu í þessu eingöngu vegna þess að það er það sem er rétt að gera,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra, en hún ræðir við Morgunblaðið í tilefni af leiðtogafundi aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, sem settur verður í Washingtonborg í dag og stendur fram á fimmtudag.

Þórdís segir fundinn vera mikil tímamót en þau komi á erfiðum tímum þegar töluverðar breytingar hafi orðið á alþjóðakerfinu. Það sé ekki síst vegna þessa að miklar væntingar séu bundnar við fundinn, þá sérstaklega varðandi málefni Úkraínu, langtímastuðning við landið og útgjöld ríkjanna til varnarmála. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka