Alvarlegt bílslys á Holtavörðuheiði

Tveir bílar sem komu úr gagnstæðri átt skullu saman og …
Tveir bílar sem komu úr gagnstæðri átt skullu saman og höfnuðu utan vegar. Ljósmynd/Aðsend

Alvarlegt umferðarslys varð á Holtavörðuheiðinni upp úr kl. 16 í dag. Tveir fólksbílar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman og fóru báðir út af veginum. Alls voru sjö manns í bifreiðunum.

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru ræstar út og búið er að loka fyrir umferð yfir heiðina í báðar áttir. Tveir voru í annarri bifreiðinni og fimm í hinni, að sögn lögreglu.

Önnur þyrlan er á leið til Reykjavíkur með einn slasaðan um borð, segir Hreggviður Símonarson á bakvakt aðgerðastjórnar Landhelgisgæslunnar í samtali við mbl.is. 

Óljóst er hvort fleiri verða fluttir. Seinni þyrlan var ræst út sem varúðarráðstöfun, að sögn Hreggviðar.

Einn festist í bílnum

Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, segir við við mbl.is að einn hafi fests í öðrum bílnum en kveðst ekki vita hvort búið sé að losa hann.

Það virðist hafa verið „töluvert“ um farþega í öðrum bílnum að sögn lögreglustjórans. 

Birgir kveðst ekkert vita um áverka á fólki en segir tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið ræstar út. Því megi draga þá ályktun að slysið sé alvarlegt.

Á myndum sem vegfarendur sendu mbl.is má sjá tvo bíla utan vegar. Mikið tjón er á öðrum þeirra.

Gert er ráð fyrir að vegurinn yfir Holtavörðuheiði verði lokaður í einhverjar klukkustundir. Vegagerðin bendir á hjáleiðir um Bröttubrekku og Laxárdalsheiði.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert