Opna aftur yfir heiðina eftir alvarlegt bílslys

Tveir bílar sem komu úr gagnstæðri átt skullu saman.
Tveir bílar sem komu úr gagnstæðri átt skullu saman. Ljósmynd/Aðsend

Búið er að opna fyrir umferð yfir Holtavörðuheiði. Lokað var fyrir umferð vegna alvarlegs umferðarslyss á heiðinni upp úr kl. 16 síðdeg­is í dag.

Vegagerðin greinir frá þessu á vefsíðu sinni.

Sex fluttir með þyrlu

Sex manns voru flutt­ir með þyrl­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar þegar tveir bíl­ar skullu sam­an á Holta­vörðuheiði í dag. Alls voru sjö í bíl­un­um.

Báðir bíl­ar höfnuðu utan veg­ar og ann­ar þeirra varð fyr­ir tals­verðu tjóni.

Tveir voru í öðrum bíln­um og fimm í hinum, að sögn lög­reglu. Sjö­undi farþeg­inn var flutt­ur af vett­vangi með öðrum leiðum.

Að minnsta kosti einn alvarlega slasaður

Losa þurfti einn úr öðrum bíln­um en hann var síðan flutt­ur al­var­lega slasaður með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar til Reykja­vík­ur, að sögn Birg­is Jónas­son­ar, lög­reglu­stjóra á Norður­landi vestra.

Fjöl­skylda var í hinum bíln­um og var hún flutt með ann­arri þyrlu skömmu síðar. Birg­ir tek­ur þó fram að það segi ekki til um al­var­leika slyss­ins.

Lokað hef­ur verið fyr­ir um­ferð yfir Holta­vörðuheiðina og gert er ráð fyr­ir að veg­ur­inn standi lokaður í nokkr­ar klukku­stund­ir til viðbót­ar.

Birg­ir kveðst ekki geta sagt meira um áverka á fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert