Sex manns voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt umferðarslys á Holtavörðuheiði í dag. Alls voru sjö í bílunum.
Slysið varð upp úr kl. 16 síðdegis þegar tveir bílar skullu saman.
Báðir bílar höfnuðu utan vegar og annar þeirra varð fyrir talsverðu tjóni.
Tveir voru í öðrum bílnum og fimm í hinum, að sögn lögreglu. Sjöundi farþeginn var fluttur af vettvangi með öðrum leiðum.
Losa þurfti einn úr öðrum bílnum en hann var síðan fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur, að sögn Birgis Jónassonar, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra.
Fjölskylda var í hinum bílnum og var hún flutt með annarri þyrlu skömmu síðar. Birgir tekur þó fram að það segi ekki til um alvarleika slyssins.
Lokað hefur verið fyrir umferð yfir Holtavörðuheiðina og gert er ráð fyrir að vegurinn standi lokaður í nokkrar klukkustundir til viðbótar.
Birgir kveðst ekki geta sagt meira til um áverka á fólki.
Uppfært: