Veltir fyrir sér öryggi kínverskra sæstrengja

Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, segir mikilvægt að huga …
Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, segir mikilvægt að huga að þjóðaröryggi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ekki er nægilega vel gætt að öryggi þjóðarinnar nú þegar Landsnet hefur fest kaup á kínverskum sæstrengjum sem lagðir verða við Íslandsstrendur. Þetta segir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, á bloggsíðu sinni.

Greint var frá því í gær að Landsnet hefur fest kaup á 38,8 km af sæstrengjum sem og lagningu þeirra frá kínverska fyrirtækinu Hengt­ong Su­bmar­ine Ca­ble.

Fyrirtækið besti vinur Kommúnistaflokksins

Björn segir á síðu sinni að auðvelt sé að sjá að kínverska fyrirtækinu sé lýst sem „besta vini“ Kommúnistaflokksins í Kína.

Þá segir hann Hengtong Submarine Cable vera tól kommúnistastjórnar Kína til að koma hælum sínum sem víðast og ná ítökum.

Hann lítur sérstökum augum á Landsnet þar sem ein grunnhugmynd fyrirtækisins sé að flytja raforku á öruggan hátt.

„Hvað sem líður öllum vangaveltum á alþingi hefðu stjórnendur Landsnets átt að skynja sérstöku ábyrgðina sem hvílir á ákvörðunum þeirra í ljósi þjóðaröryggis. Verði aftur snúið með þessi viðskipti ætti að gera það,“ segir á síðu Björns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert