Andlát: Halldór B. Jónsson

Halldór B. Jónsson er látinn.
Halldór B. Jónsson er látinn. Ljósmynd/JGK

Hall­dór B. Jóns­son, fyrr­ver­andi formaður knatt­spyrnu­deild­ar Fram og fyrr­um vara­formaður KSÍ, lést þriðju­dag­inn 9. júlí eft­ir erfið veik­indi. Hann var 75 ára gam­all.

Hall­dór vann frá­bært starf fyr­ir Fram og ís­lenska knatt­spyrnu þegar hann hafði heilsu til og var hann einn af heiðurs­fé­lög­um Fram, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá knatt­spyrnu­deild Fram.

Hall­dór tók við for­mennsku í knatt­spyrnu­deild Fram árið 1981. Síðar varð hann öfl­ug­ur vara­formaður KSÍ og sá mikið um innra starf inn­an Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands. Hann var til mynda formaður móta­nefnd­ar og formaður dóm­ara­nefnd­ar til margra ára. Hall­dór var sæmd­ur heiður­skrossi KSÍ, sem er æðsta heiðurs­merki sam­bands­ins.

Hall­dór og stjórn­ar­menn hans í Fram lögðu mikla áhersla að styrkja meist­ara­flokk Fram, sem varð mjög sig­ur­sæll und­ir stjórn Ásgeirs Elías­son­ar þjálf­ara en liðið vann 15 bik­ara á 7 árum. Meðal ann­ars varð fé­lagið Íslands­meist­ari þris­var sinn­um og bikar­meist­ari jafnoft.

Fram­ar­ar munu minn­ast Hall­dórs B. Jóns­son­ar fyr­ir viður­eign Fram og KR í Bestu deild karla en liðin mæt­ast á heima­velli Fram í Úlfarsár­dal klukk­an 19.15 í kvöld.

Halldór nælir merki Fram í jakka Pele er brasilíska knattspyrnugoðið …
Hall­dór næl­ir merki Fram í jakka Pele er bras­il­íska knatt­spyrnugoðið heim­sótti Ísland sum­arið 1991. Ljós­mynd/​Jó­hann G. Krist­ins­son
Halldór færir forseta Barcelona íslenska borðfánastöng í hófi á Nou …
Hall­dór fær­ir for­seta Barcelona ís­lenska borðfána­stöng í hófi á Nou Camp fyr­ir Evr­ópu­leik Fram­ara gegn Barcelona árið 1990. Ljós­mynd/​Jó­hann G. Krist­ins­son
Halldór B. Jónsson gegndi trúnaðarstörfum fyrir Fram til fjölda ára …
Hall­dór B. Jóns­son gegndi trúnaðar­störf­um fyr­ir Fram til fjölda ára og var lengi formaður knatt­spyrnu­deild­ar­inn­ar. Ljós­mynd/​Jó­hann G. Krist­ins­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert