Andlát: Halldór B. Jónsson

Halldór B. Jónsson er látinn.
Halldór B. Jónsson er látinn. Ljósmynd/JGK

Halldór B. Jónsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Fram og fyrrum varaformaður KSÍ, lést þriðjudaginn 9. júlí eftir erfið veikindi. Hann var 75 ára gamall.

Halldór vann frábært starf fyrir Fram og íslenska knattspyrnu þegar hann hafði heilsu til og var hann einn af heiðursfélögum Fram, að því er fram kemur í tilkynningu frá knattspyrnudeild Fram.

Halldór tók við formennsku í knattspyrnudeild Fram árið 1981. Síðar varð hann öflugur varaformaður KSÍ og sá mikið um innra starf innan Knattspyrnusambands Íslands. Hann var til mynda formaður mótanefndar og formaður dómaranefndar til margra ára. Halldór var sæmdur heiðurskrossi KSÍ, sem er æðsta heiðursmerki sambandsins.

Halldór og stjórnarmenn hans í Fram lögðu mikla áhersla að styrkja meistaraflokk Fram, sem varð mjög sigursæll undir stjórn Ásgeirs Elíassonar þjálfara en liðið vann 15 bikara á 7 árum. Meðal annars varð félagið Íslandsmeistari þrisvar sinnum og bikarmeistari jafnoft.

Framarar munu minnast Halldórs B. Jónssonar fyrir viðureign Fram og KR í Bestu deild karla en liðin mætast á heimavelli Fram í Úlfarsárdal klukkan 19.15 í kvöld.

Halldór nælir merki Fram í jakka Pele er brasilíska knattspyrnugoðið …
Halldór nælir merki Fram í jakka Pele er brasilíska knattspyrnugoðið heimsótti Ísland sumarið 1991. Ljósmynd/Jóhann G. Kristinsson
Halldór færir forseta Barcelona íslenska borðfánastöng í hófi á Nou …
Halldór færir forseta Barcelona íslenska borðfánastöng í hófi á Nou Camp fyrir Evrópuleik Framara gegn Barcelona árið 1990. Ljósmynd/Jóhann G. Kristinsson
Halldór B. Jónsson gegndi trúnaðarstörfum fyrir Fram til fjölda ára …
Halldór B. Jónsson gegndi trúnaðarstörfum fyrir Fram til fjölda ára og var lengi formaður knattspyrnudeildarinnar. Ljósmynd/Jóhann G. Kristinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert