Einn alvarlega slasaður eftir bílslysið

Tveir bílar sem komu úr gagnstæðri átt skullu saman.
Tveir bílar sem komu úr gagnstæðri átt skullu saman. Ljósmynd/Aðsend

Einn er alvarlega slasaður eftir tveggja bíla árekstur á Holtavörðuheiði í gær og sex aðrir eru með minni áverka. Fjögur börn voru í bílunum tveimur.

Þetta segir Birgir Jónasson, lög­reglu­stjóri á Norður­landi vestra, í samtali við mbl.is. 

Tveir bílar skullu saman í gær og voru alls sjö manns í bílunum. Fimm manna fjölskylda var í öðrum bílnum og þar af voru þrjú börn. Í hinum voru tveir, þar af eitt barn. 

Ökumaður alvarlega slasaður

Hinn alvarlega slasaði var ökumaður í annarri bifreiðinni. 

Slysið varð upp úr klukkan 16 í gær. Báðir bíl­ar höfnuðu utan veg­ar og ann­ar þeirra skemmdist tals­vert. Sex voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar en sjö­undi farþeg­inn var flutt­ur af vett­vangi með öðrum leiðum.

Aðspurður segir hann að verið sé að rannsaka tildrög slyssins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert