Gular veðurviðvaranir um helgina

Gul viðvörun hefur verið í gildi um helgina.
Gul viðvörun hefur verið í gildi um helgina. mbl.is/Hákon

Gular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna veðurs fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði um helgina.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Spáð er sunnan 8-15 m/s og talsverðri eða mikilli rigningu, einkum á Snæfellsnesi. Ár og lækir munu vaxa mikið, en einnig aukast líkur á aurskriðum og grjóthruni. Fólk er hvatt til að forðast varasöm vöð og brattar fjallshlíðar, segir á vefsíðunni fyrir Faxaflóa.

Tekur veðurviðvörunin fyrir Faxaflóa gildi á miðnætti á föstudagskvöld og er í gildi til kl. 18 á sunnudag.

Fyrstu viðvaranirnar taka gildi á morgun.
Fyrstu viðvaranirnar taka gildi á morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Auknar líkur á aurskriðum

Í fyrramálið kl. 9 tekur í gildi gul viðvörun fyrir Breiðafjörð og verður í gildi til kl. 19. Spáð er sunnan 10-18 m/s en hvassara á Snæfellsnesi með vindhviðum allt að 30 m/s. Veðrið er varsamt ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindum.

Frá miðnætti á föstudagskvöldi verður í gildi gul veðurviðvörun til kl. 18 á sunnudag. Spáð er sunnan 8-15 m/s og talsverð eða mikil rigning, einkum á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjarðakjálka. Ár og lækir munu vaxa mikið og get orðið erfið yfirferðar, en einnig aukast líkur á aurskriðum.

Gul veðurviðvörun verður í gildi á Vestfjörðum frá kl. 9 í fyrramálið til kl. 22. Spáð er sunnan 10-18 m/s, en hvassari vindstrengjum við fjöll með vindhviður að 30 m/s. Veðrið er varsamt ökutækjum sem viðkvæm eru fyrir vindum, segir að lokum á vefsíðunni.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert