Hinsta heimsókn Guðna innanlands í embætti

Eliza Jean Reid og Guðni Th. Jóhannesson forsetahjón Íslands með …
Eliza Jean Reid og Guðni Th. Jóhannesson forsetahjón Íslands með Þór Sigurgeirssyni bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar í opinberri heimsókn til sveitarfélagsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands heldur í sína síðustu opinberu heimsókn innanlands um helgina. Er förinni heitið til Árneshrepps á Ströndum dagana 12. til 14. júlí.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forsetans.

Forsetinn mun heimsækja sauðfjárbændur og kynna sér aðra atvinnustarfstarfsemi í Árneshreppi. Jafnframt ætlar hann að skoða söguslóðir á Ströndum, segir í tilkynningunni.

Þá verður kvöldverður til heiðurs forsetanum í félagsheimilinu í Trékyllisvík fyrir alla íbúa sveitarfélagsins.

Þrjár opinberar heimsóknir innanlands á ári

Einnig ætlar forsetinn að slást í för með Ferðafélagi Íslands sem stendur fyrir göngu á fjallið Glissu sem er á mörkum Reykjafjarðar og Ingólfsfjarðar.

Loks verður efnt til tónleika í fjárhúsinu í Norðurfirði um kvöldið þar sem Helgi Björnsson mun troða upp.

Í tilkynningunni segir að í embættistíð forsetahjónanna hafa þau farið að jafnaði í þrjár opinberar heimsóknir innanlands á ári og þannig heimsótt 22 sveitarfélög, auk tíðra ferða um landið allt af ýmsum tilefnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert