Kílómetragjald á bensín- og díselbíla í samráðsgátt

Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda.
Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda. Ljósmynd/Colourbox

Fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið hef­ur birt í sam­ráðsgátt áform um frum­varp til laga um kíló­metra­gjald vegna notk­un­ar öku­tækja.

Er áformað með frum­varp­inu að greitt verði fyr­ir fjölda ek­inna kíló­metra í sam­ræmi við þyngd öku­tækja óháð flokki.

Þetta kem­ur fram í sam­ráðsgátt stjórn­valda.

Kíló­metra­gjaldið á að koma í stað olíu- og bens­íngjalda sem eru greidd við kaup á jarðefna­eldsneyti. Þau gjöld verða felld á brott sam­hliða upp­töku kíló­metra­gjalds­ins.

Gjald taki mið af þyngd tæk­is

Lagt er til að kíló­metra­gjald verði föst krónu­tala fyr­ir hvern ek­inn kíló­metra af öku­tækj­um með leyfða heild­arþyngd 3.500 kg. eða minna, en fyr­ir ligg­ur að þau öku­tæki valda al­mennt áþekku vegsliti.

Ef leyfð heild­arþyngd öku­tæk­is er um­fram 3.500 kg. mun fjár­hæð kíló­metra­gjalds taka mið af heild­arþyngd út frá út­reikn­ingi á til­tekn­um þyngd­arstuðli. Gjaldið fer því hækk­andi með auk­inni þyngd tæk­is­ins.

Tryggja fjár­hags­leg­an hvata til orku­skipta

Þá er jafn­framt lagt til að gjaldið verði greitt mánaðarlega út frá áætl­un um meðalakst­ur á mánuði og gert upp þegar ný kíló­metr­astaða öku­tæk­is er skráð á Ísland.is eða hjá fag­giltri skoðun­ar­stofu. Inn­heimta gjalds­ins verði þannig með áþekk­um hætti og tíðkast fyr­ir orku­reikn­inga veitu­fyr­ir­tækja.

Nýja kerfið á að tryggja fjár­hags­leg­an hvata til orku­skipta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert