Kröfu sýningaraðila Perlunnar hafnað

Perlan í Öskjuhlíð.
Perlan í Öskjuhlíð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála hef­ur hafnað kröfu Perlu norðurs­ins ehf. um að fella úr gildi ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um að aðhaf­ast ekki frek­ar vegna er­ind­is fé­lags­ins og Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar.

Þetta kem­ur fram í úr­sk­urði áfrýj­un­ar­nefnd­ar­inn­ar.

Perla norðurs­ins ehf. og Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar kvörtuðu til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um að Nátt­úru­m­inja­safn Íslands hygðist opna sýn­ingu um nátt­úru Íslands í Nátt­úru­húsi á Seltjarn­ar­nesi. Perla norðurs­ins ehf. rek­ur sýn­ingu í hús­næði Perlunn­ar í Reykja­vík um ís­lenska nátt­úru og taldi að sýn­ing­in yrði í beinni sam­keppni við sig.

Vildu fjár­hags­leg­an aðskilnað safns­ins

Er­indi fé­lags­ins og sam­tak­anna laut að því að rekst­ur sýn­inga Nátt­úru­m­inja­safns Íslands myndi ekki geta staðið und­ir sér án styrkja frá ís­lenska rík­inu. Af þeim sök­um skoruðu þau á Sam­keppnis­eft­ir­litið að mæla fyr­ir fjár­hags­leg­um aðskilnaði í rekstri Nátt­úru­m­inja­safns­ins.

Heim­ild­in er til staðar í 14. gr. sam­keppn­islaga og fel­ur í sér að eft­ir­litið geti mælt fyr­ir um fjár­hags­leg­an aðskilnað hjá op­in­beru fyr­ir­tæki ef hluti þess starfar í frjálsri sam­keppni við önn­ur fyr­ir­tæki. Er með þessu reynt að sporna gegn því að yf­ir­burðir sem op­in­bert fyr­ir­tæki nýt­ur séu nýtt­ir öðrum markaði.

Ekki til­efni til að taka málið til skoðunar

Sam­keppnis­eft­ir­litið tók er­indi fé­lags­ins og sam­tak­anna til at­hug­un­ar og lagði mat á hvort til­efni væri til að hefja form­lega rann­sókn. At­hug­un­inni lauk með því að eft­ir­litið taldi ekki for­send­ur til að taka málið til frek­ari skoðunar.

Áfrýj­un­ar­nefnd­in staðfesti það að ekki væru for­send­ur til að skoða málið frek­ar. Meðal ann­ars sagði nefnd­in að miðað við efni máls­ins hafi full­nægj­andi sjón­ar­mið og gögn verið fram kom­in svo Sam­keppnis­eft­ir­litið gæti lagt mat á til­efni rann­sókn­ar. Jafn­framt hafi mál­efna­leg og viðhlít­andi laga­grund­völl­ur verið til staðar þegar ákvörðunin var tek­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka