Sól og blíða fyrir austan en blautt vestanlands

Hitinn fór í tæp 25 stig á Egilsstöðum í gær …
Hitinn fór í tæp 25 stig á Egilsstöðum í gær og áfram verður sólríkt og hlýtt fyrir austan næstu dagana. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Áfram verður besta veðrið á Austurlandi í dag þar sem verður sólríkt og hlýtt en hitinn þar verður á bilinu 15-22 stig.

Í dag verða suðvestan 8-15 m/s en sums staðar 10-18 norðvestan til. Það dregur smám saman úr vindi í dag. Það verður rigning eða súld um landið vestanvert og hitinn þar verður 9 til 15 stig. Víða verður bjartviðri á Austurlandi með hita á bilinu 15-22 stig.

Á morgun og á laugardaginn verða 8-15 m/s, rigning með köflum og hitinn 10 til 15 stig. Það verður hægari austan til og víða bjartviðri með hita á bilinu 15 til 23 stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að útlit sé fyrir vætu á vestanverðu landinu næstu daga, en að mestu verði þurrt og víða bjart austanlands þar sem hitinn fer upp í eða yfir 20 stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert