Stunguárás til héraðssaksóknara

Stunguárásarmálið í Súðavík er komið til héraðssaksóknara.
Stunguárásarmálið í Súðavík er komið til héraðssaksóknara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsókn á stunguárás sem átti sér stað í Súðavík í júní er nú lokið hjá lögreglunni á Vestfjörðum.

Málið er komið til héraðssaksóknara sem fer með ákæru í málinu, að sögn lögreglunnar.

Eins og fram kom á mbl.is í síðustu viku var gæslu­v­arðhald yfir mann­i sem grunaður er um að hafa stungið ann­an mann í heima­húsi fram­lengt til 17. júlí vegna rann­sókn­ar­hags­muna en nú er þeirri rannsókn lokið.

Lög­regl­unni á Vest­fjörðum barst til­kynn­ing klukk­an 23.50 þann 11. júní um að karl­maður hefði verið stung­inn í heima­húsi í Súðavík. Var hann með lífs­hættu­legt stungusár sem þurfti að meðhöndla frek­ar en hann er ekki lengur í lífs­hættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert