Bætt í dagskrá Þjóðhátíðar og hún lengd

Þjóðhátíð í Eyjum fagnar 150 ára afmælis í ár og …
Þjóðhátíð í Eyjum fagnar 150 ára afmælis í ár og mun Þjóðhátíðarnefnd ÍBV bæta í dagskránna og líta til gamalla tíma í leiðinni. mbl.is/Magnús Geir

Töluvert fleiri miðar hafa selst á Þjóðhátíð í ár en á sama tíma fyrir ári. Þetta staðfestir Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV, í samtali við mbl.is.

Laust er í einhverjar ferðir með Herjólfi alla dagana og segir Jónas mikla dreifingu vera á því hvenær fólk muni mæta til Eyja og hvenær það fari til baka.

150 ára afmæli Þjóðhátíðar

Hátíðin á 150 ára afmæli í ár og er Jónas bjartsýnn á að dalurinn fyllist. Segja má að í tilefni afmælisins sé verið að líta til sögunnar og vísa í eitthvað af því sem tíðkast hefur á einhverjum af þeim ótal mörgu hátíðum sem haldnar hafa verið.

Jónas segir að fólk megi þó eiga von á því að mæta svipaðri veislu og hefur verið síðustu ár. Í tilefni afmælisins verður þó bætt verulega í dagskránna en hún verður lengd og um sjö atriðum verður bætt við.

Bekkjarbíll, brennukóngur og hálandaleikar

Einn bekkjarbíll verður á svæðinu eins og tíðkaðist áður fyrr. Það er vörubíll með grindum og bekkjum sem ferjar fólk í og úr dalnum og niður í bæ. Hann verður ekki mikið á ferðinni en þó eitthvað, hann er aðallega bara smá til sýnis afmælisins vegna, segir Jónas.

Brennukóngur mun kveikja í brennunni í ár á ný, í fyrsta skipti í svolítinn tíma og verða haldnir hálandaleikar ásamt krakkaþrekbraut. En áður fyrr tíðkaðist að halda frjálsíþróttakeppnir á Þjóðhátíð og er þetta smá vísun til þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert