Kynferðisbrotamálin komin á borð héraðssaksóknara

Þrjú mál hafa nú komið upp á skömmum tíma þar …
Þrjú mál hafa nú komið upp á skömmum tíma þar sem leigubílstjórar hérlendis eru sakaðir um kynferðisbrot. Hefur einn af þeim verið dæmdur í tveggja ára fangelsi. mbl.is/Unnur Karen

Tvö mismunandi mál þar sem leigubílstjórar eru sakaðir um kynferðisbrot eru komin á borð héraðssaksóknara.

Þetta staðfest­ir Ævar Pálmi Pálma­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu og yf­ir­maður kyn­ferðis­brota­deild­ar, í sam­tali við mbl.is.

Greint var frá í febrúar að tveir menn væru grunaðir um nauðgun og væri annar þeirra leigubílstjóri. Eiga menn­irn­ir að hafa sótt konu á leigu­bíl á veit­ingastað í Hafnar­f­irði en fóru ekki með hana að heim­ili henn­ar. Þess í stað fóru þeir að hý­býl­um ann­ars þeirra í Kópa­vogi þar sem grun­ur leik­ur á því að kyn­ferðis­brotið hafi átt sér stað.

Nokkrum dögum síðar staðfesti Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar, að annað mál varðandi kynferðisbrot leigubílstjóra á höfuðborgasvæðinu væri einnig til rannsóknar. Var sá leigubílstjóri sakaður um að hafa brotið gegn konu í leigubíl í Reykjavík í nóvember í fyrra.

Þrjú mál á skömmum tíma

Nú hefur Ævar, í samtali við mbl.is, staðfest að bæði málin séu komin á borð héraðssaksóknara þar sem ákveðið verður hvort lagðar verði fram ákærur á hendur leigubílstjóranna eða málin láta falla niður.

Er þetta þriðja kynferðisbrotamálið sem kemur upp á skömmum tíma varðandi leigubílstjóra en leigubílstjóri var dæmdur í tveggja ára fangelsi í febrúar fyrir að hafa nauðgað konu sem var farþegi í bíl mannsins frá Reykjavík til Reykjanesbæjar í september 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka