Rannsókn manndrápsmálsins lokið

Maður á sjötugsaldri er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu …
Maður á sjötugsaldri er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í fjölbýlishúsi á Akureyri. mbl.is/Þorgeir

Rannsókn máls er varðar mann sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í fjölbýlishúsi á Akureyri er lokið og komið á borð héraðssaksóknara.

Þetta staðfestir Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við mbl.is.

„Rannsókninni er formlega lokið,“ segir Dagmar en útskýrir að gögn sem tengjast málinu hafi enn verið að berast þegar þessi vika gekk í garð.

Varðhald rennur út í næstu viku

Dagmar kveðst ekki geta upplýst um stöðu málsins að svo stöddu en nefnir að gæsluvarðhald yfir manninum renni út á mánudaginn.

Spurð hvert eðlilegt framhald væri í málinu svarar hún „að taka ákvörðun um saksókn.“

Maður­inn hefur setið í varðhaldi í 12 vik­ur þegar núverandi varðhaldi lýkur á mánudaginn. Það er sá tím­arammi sem ákæru­valdið hef­ur alla jafna til að halda sak­born­ingi í varðhaldi áður en ákæra er gef­in út, að því gefnu að dóm­stóll samþykki gæslu­v­arðhalds­kröf­una.

Kon­an fannst lát­in í íbúðinni 22. apríl og var sam­býl­ismaður henn­ar hneppt­ur í gæslu­v­arðhald  í kjölfarið. Er hann er sá eini sem hef­ur rétt­ar­stöðu sak­born­ings í málinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert