Þingpallamálinu vísað til saksóknara

Máli mannsins sem hékk fram af þingpöllunum í mars hefur …
Máli mannsins sem hékk fram af þingpöllunum í mars hefur verið vísað til héraðssaksóknara. Ljósmynd/Facebook

Máli manns­ins sem hékk utan á hand­riði þing­pall­anna á Alþingi og virt­ist hóta því að hoppa niður í mót­mæla­skyni þegar nýtt út­lend­inga­frum­varp var kynnt í mars hef­ur verið vísað til héraðssak­sókn­ara.

Maður­inn, sem er flóttamaður frá Írak, var hand­tek­inn á Alþingi en sleppt úr haldi degi síðar.

Að sögn Unn­ars Más Ástþórs­son­ar yf­ir­lög­regluþjóns er rann­sókn máls­ins hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu lokið og var því vísað til héraðssak­sókn­ara í lok maí.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá héraðssak­sókn­ara hef­ur mál­inu ekki enn verið út­hlutað og því ekki hægt að gefa meira upp um það að svo stöddu.

Þá gátu hvorki lög­regla né héraðssak­sókn­ari tjáð sig um stöðu manns­ins og hvort hann sé enn á land­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert