Uppselt á morgun og jákvæður þrátt fyrir veðurspá

Patr!k var einn þeirra sem kom fram á upphitunartónleikum Kótelettunnar …
Patr!k var einn þeirra sem kom fram á upphitunartónleikum Kótelettunnar í gærkvöldi. Ljósmynd/Mummi Lú

„Það er gríðarlega mikil eftirvænting í bænum,“ segir Einar Björnsson, framkvæmdastjóri Kótelettunnar, í samtali við mbl.is um hátíðina.

Hátíðin fer fram nú um helgina á Selfossi. Einar segir allt hafa gengið vel fram að þessu og uppselt er á hátíðina á morgun, þó nokkrir miðar séu enn lausir í kvöld.

Strætó gengur um bæinn um helgina en Einar bendir á að þá geti fólk lagt bílunum sínum á bílastæði lengra frá og svo tekið strætóinn að svæðinu. Verður hann sérstaklega merktur.

Veðurspáin gerir ráð fyrir rigningu í kvöld en að skýjað á að vera ásamt smá skúrum um helgina. Einar segir þó að spáin eigi ekki breyta miklu upp á mannfjöldann að gera en það sé einfaldlega annar hópur sem mætir þegar veðrið er í slakari kantinum.

Frítt inn á tónleikana

Helgin byrjaði í rauninni í gær þegar haldnir voru upphitunartónleikar en þá komu Stuðmenn, Patr!k og Aron Can meðal annars fram.

Einar segir þetta vera í annað sinn sem þau byrji helgina svona snemma en að það hafi verið gert fyrir þau sem hafi ekki náð lögaldri en vilji sjá almennilega tónleika, þar sem það 18 ára aldurstakmark er á alla aðra tónleika hátíðarinnar.

Frítt var inn og Einar segir mætinguna hafa verið ótrúlega, sérstaklega miðað við að það var smá úði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert