Útlit fyrir hlýindi á mánudag

Útlit er fyrir hlýju veðri um allt land á mánudag.
Útlit er fyrir hlýju veðri um allt land á mánudag. mbl.is/María Matthíasdóttir

„Á mánudag er útlit fyrir að það létti til og hlýni vestanlands, inn til landsins getur víða farið yfir tuttugu stig og það verður mun hlýrra en hefur verið síðustu daga,“ segir Katrín Agla Tómasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is

Gular veðurviðvaranir hafa verið í gildi í dag vegna veðurs við Faxaflóa, á Breiðafirði og á Vestfjörðum. Á Austjörðum hefur veðrið hins vegar leikið við fólk og er spáin með besta móti yfir helgina.

Verður hlýtt á öllu landinu á mánudag

„Fram á sunnudag er útlit fyrir blíðviðri á Austurlandi og hiti þar er oft að fara nokkuð vel yfir 20 gráður, jafnvel að 25 stigum þegar best lætur,“ segir Katrín Agla.

„Það verður hlýtt um allt landið á mánudag, en ekki eins hlýtt og hefur verið á Austurlandi.“

Mesti hiti á landinu í dag mældist 24,1 gráðu, á Skjaldþingsstöðum á Vopnafirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert