Viðar „Enski“ er látinn

Viðar Geir Skjóldal.
Viðar Geir Skjóldal. Ljósmynd/Aðsend

Viðar Geir Skjóldal, betur þekktur undir nafninu „Enski“, er látinn aðeins 39 ára gamall. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Torrevieja á Spáni síðastliðinn sunnudag en þar hafði hann búið í á þriðja ár ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum.

„Hann fór að sofa á laugardagskvöldið og vaknaði ekkert aftur. Hann lést úr hjartaslagi,“ segir Viðar Gunnarsson, faðir Enska, í samtali við mbl.is. Viðar Geir átti þrjá fóstursyni og eina dóttur.

Viðar Geir var þekkt samfélagsstjarna sem sló rækilega í gegn á samfélagsmiðlinum Snapchat undir heitinu enski boltinn. Hann var með þúsundir fylgjenda á miðlinum þar sem hann fjallaði vítt og breitt um enska fótboltann og ekki síst Liverpool en Viðar var dyggur stuðningsmaður Liverpool.

„Hann var einstaklega góður drengur sem hugsaði bara um sína nánustu. Þetta er virkilega sárt,“ segir faðir Enska.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert