Vinsælt bakarí fer austur fyrir læk

Nú er verið að standsetja húsnæðið að Háteigsvegi 1 þar …
Nú er verið að standsetja húsnæðið að Háteigsvegi 1 þar sem bakaríið Brikk verður opnað um næstu mánaðamót. mbl.is/Árni Sæberg

Aukið líf mun færast í svæðið í grennd við Klambratún á næstunni þegar Brikk bakarí opnar dyr sínar að Háteigsvegi 1. Oddur Smári Rafnsson, einn eigenda Brikks, segir að stefnt sé að því að opna um næstu mánaðamót.

Í húsinu, sem gjarnan var kallað rauða húsið fyrr á tíð, var Apótek Austurbæjar rekið í rúma fimm áratugi en síðustu ár hefur hótel verið rekið á efri hæðum þess og svo er enn.

„Það er frekar lítil þjónusta þarna í grenndinni, aðeins kaffihúsið á Kjarvalsstöðum, og við erum því mjög spennt að opna. Þetta er ótrúlega skemmtileg staðsetning. Nú getur fólk komið við hjá okkur og tekið með sér nesti þegar það fer á Klambratún,“ segir hann. Gestir hótelsins njóta vitaskuld góðs af nýju nágrönnunum en opið verður þar á milli.

Brikk hefur notið mikilla vinsælda síðan fyrsta bakaríið var opnað í Hafnarfirði árið 2017. Þetta verður fjórða bakarí Brikk á höfuðborgarsvæðinu en nýverið var einu slíku lokað við Mýrargötu í Vesturbænum. Nýja bakaríið verður smærra í sniðum en það sem lokað var á Mýrargötu. Færri sæti verða inni en meira lagt upp með að fólk taki veitingar með sér. Þá verða bekkir fyrir utan sem nýtast á góðviðrisdögum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert