Biskupgarður verður seldur

Bergstaðastræti 75 er reisulegt hús, 488 fermetrar og byggt árið …
Bergstaðastræti 75 er reisulegt hús, 488 fermetrar og byggt árið 1928. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég mun búa áfram í Grafar­vogi í mínu eig­in húsi,“ seg­ir sr. Guðrún Karls Helgu­dótt­ir, nýr bisk­up Íslands. Síðustu ára­tugi hef­ur tíðkast að bisk­up Íslands haldi heim­ili að Bergstaðastræti 75 í Reykja­vík, húsi sem er í eigu þjóðkirkj­unn­ar. Sam­kvæmt ný­leg­um samþykkt­um Kirkjuþings fer húsið á sölu­skrá í næsta mánuði, en þá verður sr. Agnes M. Sig­urðardótt­ir frá­far­andi bisk­up flutt þaðan.

Guðrún seg­ir að í framtíðinni verði leigðir sal­ir eða ann­ars kon­ar hús­næði haldi bisk­up boð, mót­tök­ur eða slíkt. Til þessa hafa slík manna­mót á stund­um verið í Bergstaðastræt­inu. Á Kirkjuþingi síðasta haust var til dæm­is nefnt að þarna gæti hentað safnaðar­heim­ili Dóm­kirkj­unn­ar í Reykja­vík sem er við Lækj­ar­götu; það er Iðnaðarmanna­hús­inu sem svo gjarn­an kallað.

Bergstaðastræti 75 er reisu­legt hús, 488 fer­metr­ar og byggt árið 1928. Þar var forðum daga heim­ili Guðmund­ar Vil­hjálms­son­ar, for­stjóra Eim­skipa­fé­lags Íslands, og fjöl­skyldu hans en eft­ir það Bisk­ups­garður síðustu ára­tugi. Fast­eigna­mat húss­ins í ár er rúm­ar 292 millj­ón­ir kr. en talið er að sölu­verð gæti verið tals­vert hærra, sam­an­ber hve dýru gildi hús í Þing­holt­um og á Skóla­vörðuholt­inu eru höfð í.

Eft­ir sölu á hús­inu við Bergstaðastræti verða áfram í eigu Þjóðkirkj­unn­ar prest­bú­staðir á nokkr­um stöðum úti á landi. Þá eru vígslu­bisk­up­um á Hól­um og Skál­holti lögð til hús.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka