Býður 50 konum fría ráðgjöf

Ragnheiður H. Magnúsdóttir býður konum ráðgjöf að kostnaðarlausu.
Ragnheiður H. Magnúsdóttir býður konum ráðgjöf að kostnaðarlausu. Ljósmynd/Silla Pálsdóttir

„Mér finnst að við kon­ur þurf­um að gera meira af því að styðja hver aðra,“ seg­ir Ragn­heiður H. Magnús­dótt­ir véla­verk­fræðing­ur í sam­tali við mbl.is. Hún til­kynnti í vik­unni á Face­book-síðu sinni að hún ætli að gefa 50 kon­um ráðgjöf að kostnaðarlausu í til­efni af 50 ára af­mæli sínu.

Hún seg­ist von­ast til þess að þetta hvetji fleiri kon­ur til þess að herma eft­ir sér en all­ir 50 ráðgjafa­tím­arn­ir voru upp­bókaðir á inn­an við hálf­um sóla­hring eft­ir hún birti til­kynn­ing­una.

Í Face­book-færsl­unni býðst Ragn­heiður til þess að hjálpa kven­frum­kvöðlum og öðrum kven­leiðtog­um við að leysa eitt vanda­mál sem þær standa frammi fyr­ir en umræðuefnið gæti snú­ist um stefnu­mót­un, tekjumód­el, fjár­mögn­un eða stjórn­un teyma.

Ragn­heiður seg­ist hafa komið ná­lægt öllu sem snýr að ný­sköp­un í mörg ár. „Mér finnst al­veg að það þurfi að styðja kon­urn­ar aðeins meira en karl­ana eins og er.“ Véla­verk­fræðing­ur­inn starfar nú sem stjórn­andi hjá fjár­fest­inga­fyr­ir­tæk­inu Nordic Ignite, en hef­ur áður starfað við sta­f­ræna inn­leiðingu hjá Reykja­vík­ur­borg, sem fram­kvæmda­stjóri Hugs­miðjunn­ar, hjá Mar­el og sem for­stöðumaður fram­kvæmda hjá Veit­um, auk þess að sitja í stjórn Tækniþró­un­ar­sjóðs, tækni­ráði og hug­verkaráði Sam­taka iðnaðar­ins. 

Fullt af kon­um hafi stutt hana í gegn­um tíðina

„Það eru fullt af kon­um sem hafa stutt mig í gegn­um tíðina og ég til­heyri fullt af kvenna­hóp­um og þetta er leið til að standa sam­an en fyrst og fremst er þetta bara til þess að hafa gam­an, gera eitt­hvað annað og gefa af mér,“ seg­ir Ragn­heiður, spurð hvort hún hafi sjálf fengið ráðgjöf frá öðrum kon­um sem hafi gefið henni hug­mynd­ina að þessu verk­efni.

Innt eft­ir viðbrögðum við aðsókn­inni seg­ist Ragn­heiður finn­ast hún ótrú­legt og að hún viti ekki al­menni­lega hvernig þetta gerðist, en að áhug­inn sýni fram á þörf fyr­ir svona verk­efn­um.

Hún mun gefa kon­um ráðgjöf frá 15. ág­úst til 15. októ­ber en hún seg­ist hafa bú­ist við því að það myndi taka júlí­mánuðinn að fylla í öll pláss­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert