„Ef ég væri einmana myndi ég ganga í Sjálfstæðisflokkinn“

Hvað eiga ungir sjálfstæðismenn sameiginlegt með sviðslistum? Meira en flestir kunna að halda, að mati blaðamannsins og sviðshöfundarins Elínborgar Unu Einarsdóttur. 

Elínborg útskrifaðist nýlega af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands en út­skrift­ar­verk­efni hennar fjallar um sviðsetn­ingu sam­fé­lags meðal ungra sjálf­stæðismanna í Reykja­vík og ber nafnið Ef ég væri einmana myndi ég ganga í Sjálfstæðisflokkinn.

Spurð hvernig tekist hafi að tengja stjórnmálastarf við sviðslistir kveðst Elínborg fyrst og fremst hafa stuðst við kenningu fræðimannsins Erving Goffmann um sviðsetningu sjálfsins, eða að öll mannleg samskipti séu í raun sviðsetning af einhverjum toga.

„Þegar ég byrja að pæla frekar í því þá finnst mér frekar augljóst að þetta er í rauninni allt sviðsetning og einhver svona performans, þó að þetta sé ekki leikhús í hefðbundnum skilningi.“

Tekur fyrir Stjórnmálaskólann og útför Reykjavíkurborgar

Kveðst hún lengi hafa vitað af stjórnmálaskóla ungra sjálfstæðismanna og alltaf langað til að fara. Hún hafi loksins látið af því verða í vetur og glósað mikið hjá sér í skólanum án þess þó að gera sér grein fyrir að það væri upphaf stærri rannsóknar. 

„En svo kannski byrjar rannsóknin formlega þegar ungir sjálfstæðismenn eða Heimdallur auglýsir annan viðburð, sem var sem sagt í febrúar, sem hét útför Reykjavíkur og var pólitískur gjörningur sem var haldinn í Tjarnarbíói þar sem þau sviðsettu útför Reykjavíkurborgar.“

Kveðst Elínborg þá hafa ákveðið að skoða stjórnmálahreyfinguna með sviðslistargleraugunum og tók einnig fyrir „sviðsetningar“ hreyfingarinnar á samfélagsmiðlum, en sem dæmi afhenti hreyfingin Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, flokksskírteini í Sjálfstæðisflokkinn í kjölfar breyttrar stefnu hennar í útlendingamálum.

Áskrif­end­ur geta hlustað á viðtalið við Elínborgu í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert