Fyllist jafnóðum á tjaldsvæðið

Frá Egilsstöðum. Mikil aðsókn er nú á tjaldsvæðin þar vegna …
Frá Egilsstöðum. Mikil aðsókn er nú á tjaldsvæðin þar vegna veðurblíðunnar um þessar mundir. Sigurður Bogi

Mikil aðsókn er á tjaldsvæðið á Egilsstöðum í veðurblíðunni sem nú er á Austurlandi. Búið er að vera fullt þar öll kvöld undanfarið. Einhver pláss losni um hádegi þegar erlendir ferðamenn haldi áfram för sinni, en svo fyllist aftur jafnóðum.

Þetta segir Heiður Vigfúsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Austurför, sem rekur tjaldsvæðið á Egilsstöðum í samtali við blaðamann mbl.is.

Hún segir að þau séu með bókanleg svæði sem eru öll upppöntuð. Önnur svæði, þar sem gildir fyrstu kemur fyrstur fær, hafa öll orðið full að kvöldi upp á síðkastið.

Heiður gerir ráð fyrir áframhaldandi góðri veðurspá og vonar að flestir sem vilja geti komið og notið veðurblíðunnar fyrir austan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert