Íslenskir fjárfestar bjóða í eignir Skagans 3X

Akranes - Skaginn - Skipaskagi - Vesturland - Norðvesturkjördæmi
Akranes - Skaginn - Skipaskagi - Vesturland - Norðvesturkjördæmi mbl.is

Formlegt tilboð barst í allar eignir og rekstur Skagans 3X í gærkvöldi. Tilboðið barst frá hópi íslenskra fjárfestra.

Þetta staðfesti Helgi Jóhannesson skiptastjóri í samtali við mbl.is, en Skessuhorn greindi fyrst frá.

Viðræður hefjast í næstu viku

Hann segir lögfræðing hafa lagt fram tilboðið fyrir hópinn og áætlar að viðræður hefjist í næstu viku eftir fund með Íslandsbanka, sem á hlut í fasteignum Skagans 3X.

„Þetta er samt háð ýmsum skilyrðum sem tengjast bæði fasteignum sem að þrotabúið á ekki og einhverjum lóðamálum í Akranesbæ,“ segir Helgi.

Helgi Jóhannesson.
Helgi Jóhannesson. Ljósmynd/Aðsend

Von á fleiri tilboðum

Þar að auki segist hann hafa heyrt af öðrum hópi sem hefur áhuga á heildarpakkanum og er að reyna hnoða saman tilboði.

„Þetta er mikið af fyrirvörum en mér líst vel á að það sé áhugi fyrir þessu og það sé verið að gera tilboð frekar en ekki neitt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert