Löngu tímabært að móta varnarmálastefnu

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar. mbl.is/Eyþór

Að mínu mati er mikilvægt að styrkja stoðir okkar á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og móta löngu tímabæra varnarmálastefnu fyrir Ísland,“ ritar Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 

Greinin er rituð í tilefni 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins. 

Lilja segir það vera eina gifturíkustu ákvörðun lýðveldistímans hafa verið tekin á Alþingi hinn 30. mars 1949 er samþykkt var að Ísland skyldi gerast stofnaðili varnarbandalagsins. 

„Ákvörðunin var umdeild á sínum tíma og þótti sumum ekki sjálfsagt á upphafsárum kalda stríðsins að Ísland tæki jafnskýra afstöðu til þess að skipa sér í sveit annarra vestrænna lýðræðisríkja með þeim skuldbindingum sem því fylgja. Það var hins vegar hárrétt ákvörðun fyrir herlausa þjóð að mynda bandalag með ríkjum sem voru tilbúin að verja Ísland ef aftur kæmi til átaka, og að sama skapi tryggja bandalagsþjóðum aðstöðu á hernaðarlega mikilvægri legu Íslands í Norður-Atlantshafinu.“

Lilja Dögg telur ljóst að brýnt sé að Ísland sinni samstarfinu af alúð og virðingu.

„Íslendingar eru friðsöm þjóð og tala alltaf fyrir slíku enda er friður forsenda framfara.“ Því sé mikilvægt að styrkja stoðir Íslands á vettvangi bandalagsins og móta varnarmálastefnu. 

Greinina geta áskrifendur lesið í heild sinni hér. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka